- Advertisement -

Brynjar og misgáfað gáfað fólk

„Þeir sem eru annarrar skoðunar eru ekki bara fávitar heldur að auki öfgafullir.“

„Til er talsvert af gáfuðu fólki. Góðmennskan einkennir það í ræðu og riti og það er til í hvað sem er í þeim efnum á kostnað annarra. Það er mjög alþjóðasinnað enda öll þjóðhyggja merki um heimsku. Þess vegna voru það bara ómenntaður skríll og heilabiluð gamalmenni sem kusu með Brexit. Alþjóðahyggjan er slík að þeir sem ekki vildu að skattgreiðendur borguðu skuldir einkaaðila við útlendinga í hruninu voru illa innrættir og siðlausir. Gott ef það flokkast ekki sem útlendingahatur,“ skrifar þingmaðurinn Brynjar Níelsson.

„Þeir sem eru annarrar skoðunar eru ekki bara fávitar heldur að auki öfgafullir. Þess vegna skiptir tjáningarfrelsi þess sjálfs miklu máli en hefta þarf frelsi annarra. Það sem einkennir gáfað fólk er að það hefur meiri tilfinningu fyrir réttlæti og sanngirni en aðrir. Þess vegna hefur það kannski þessa ríku þörf fyrir að stjórna og leiðbeina öðrum í hvívetna

Gáfaða fólkið er misgáfað. Þeir allra gáfuðustu eru gjarnan rithöfundar eða álitsgjafar nema hvorttveggja sé og flestir fæddir kringum 1960. Svo hefur Háskóli Íslands tekið að sér að fóstra nokkra sérstaklega gáfaða menn. En einhverra hluta vegna hefur gáfaða fólkið iðulega rangt fyrir sér þegar rýnt er í söguna. Kannski er að ekki eins gáfað og við höldum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: