- Advertisement -

„Danmark lukker ned“

Spurningin er hve langt er í að þetta ástand birtist okkur á Fróni.

Marinó G. Njálsson skrifaði:

„Danmark lukker ned“ stóð þvert yfir skjáinn á blaðamannafundi Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, sem hófst kl. 19:30 að íslenskum tíma. Skilaboðin eru skýr. Allir eiga að halda sig heima, sem mögulega geta, skólum, leikskólum/dagvist og menningarstofnunum lokað í tvær vikur. Opinberir starfsmenn sem ekki sinna mikilvægum störfum skulu annað hvort vinna heiman frá sér eða vera í launuðu leyfi.

Fyrir viku sagði ég að Danir væru í afneitun, en þeir hafa vaknað heldur betur til lífsins. Þekktum smittilfellum hefur fjölgað úr 10 í 514 á 7 dögum og þeir sem höfðu áhyggjur af Íslendingum eru búnir að átta sig á, að það voru Danir sem flutu sofandi að feigðarósi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðbrögð almennings eru að hamstra (sem vill svo til að er danskt orð „hamstre“). Biðraðir í matvöruverslunum teygja sig tugi metra og hillur farnar að tæmast.

Spurningin er hve langt er í að þetta ástand birtist okkur á Fróni.

Greinin er fengin af Facebooksíðu Marinós.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: