- Advertisement -

Davíð Oddsson og hrunið

Úlfar Hauksson skrifar: Í dag eru 10 ár síðan Gylfi Magnússon – dósent við HÍ og síðar viðskiptaráðherra – kom fram og sagði að íslenska bankakerfið væri komið í þrot. Davíð Oddsson – þáverandi seðlabankastjóri – vísaði öllu slíku til föðurhúsanna sem bulli og vitleysu. 

Eftir að Hrunið var afstaðið snéri sá sami Davíð við blaðinu og sagðist hafa séð þetta allt fyrir með löngum fyrirvara. Að eigið afkvæmi taumlausrar frjálshyggju myndi verslast upp og drepast. Reyndar orðaði hann þetta ekki svona. 

Síðan hefur þessi sami Davíð – ásamt bestu vinum sínum – eytt 10 árum í að endurskrifa söguna og kenna öllum öðrum um: útlendingum og pólitískum andstæðingum. Sá fáránleikasirkus náði hámarki með 10 milljón króna skýrslunni sem Bjarni Benediktsson – núverandi fjármálaráðherra – lét besta vin þessa sama Davíðs – Hannes Hólmstein – moða saman og fer nú með um lönd og dreifir í umboði þjóðarinnar! Það er ekki hægt að skálda þessa atburðarás hún er svo klikkuð. 

Og uppvakningur hinnar taumlausu og eftirlitslausu frjálshyggju og auðrónahyggju er engu skárri en frummyndin. Við höfum lítið sem ekkert lært af Hruninu. Hér vaða uppi siðlausir og gráðugir auðrónar og sjálftökuskríll og efnast sem aldrei fyrr á kostnað alþýðu. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birtingarmynd hins fyrrnefnda kom fram fyrir sjónu í fréttaþættinum Kveik í gærkveldi og þess síðarnefnda í ákvörðunum Kjararáðs svo dæmi séu tekin. Allt fer þetta fram með blessun stjórnvalda og meðvirkni almennings.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: