- Advertisement -

Draghölt Inga send fram og til baka

„Þú verður að fara á heilsugæsluna til að fá uppáskrifað í segulómun.“

„Lenti í því óláni á dögunum, að snúa mig á hné. Ég vissi nú ekki einu sinni að það væri hægt. Var öll að koma til þegar ég fékk aftur áfall á hnéð og endaði með að þurfa að leita læknis vegna þessa,“ skrifar Inga Sæland.


Þá kom rúsínan í pylsuendanum.

„Þá kom að hinu margumtalaða heilbrigðiskerfi. Þar sem ég er nú frekar hvatvís kona ákvað ég að græja þetta allt í einum hvelli með því að koma mér til bæklunarlæknis og fá bót meina minna milliliðalaust, sem allra fyrst. Þá upphófst þvílíka hringavitleysan. Hringdi í Orkuhúsið en þar var mér tjáð að ég þyrfti að fá tilvísun annars læknis til að hitta bæklunarlækninn. Ég dreif í því að hafa samband við heilsugæsluna þar sem mér var eindregið ráðlagt í ljósi þess hversu fótafúin ég var, að drífa mig beint á bráðamóttökuna þar sem ég fengi alla þjónustu strax. Auðvitað fór ég að ráðum læknisins og beið þar um tíma þar til indæli læknirinn Hildur tók á móti mér. Hún potaði eitthvað i auma svæðið og var snögg að tjá mér að ég þyrfti að fara í segulómun . Sennilega trosnað liðband eða blæðing, eða slitið eða eða eða bara eitthvað. Ég þakkaði henni kærlega fyrir. Þá kom rúsínan í pylsuendanum.

„Þú verður að fara á heilsugæsluna til að fá uppáskrifað í segulómun.“

Ég hváði og spurði hvort hún gæti ekki bara skrifað upp á það sem hún sem læknir væri að ráðleggja mér að gera. Svarið var einfalt NEI. Ég átti sem sagt að fara AFTUR á heilsugæsluna til að fá beiðni um þessa ómskoðun.“

„Ef þetta er ekki hringavitleysa þá veit ég ekki hvað. Orkuhús –heilsugæsla –slysó – heilsugæsla og loks það sem að var stefnt – segulómun sem ég er sannfærð um að endar með speglun á hnénu. Þetta reynir ekki síður á þolrifin en umferðarteppan í borginni á álagstíma.“

„p.s það sem verra er, ég er enn að drepast í hnénu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: