- Advertisement -

Draumur að spila fyrir fullum velli

Hallbera Guðný Gísladóttir er í íslenska landsliðinu sem spilar sinn þýðingarmesta leik á Laugardalsvelli um helgina. „Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli.“

Landslið Íslands. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur,“ segir Hallbera.

„Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli. Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona sem mun um helgina leika gegn Þjóðverjum, í leik sem er eflaust sá þýðingarmesti í sögu íslenska landsliðsins.

Viðtalið sem er langt og ítarlegt, tók Ída Marín Hermannsdóttir leikmaður í U-17 landsliðinu, er að finna á heimasíðu Landsbankans.

Ída Marín spurði Hallberu um fyrirmyndirnar.

Fyrirmyndir mínar voru í raun aðallega karlmenn. Þegar ég var yngri þá var mikill fókus á karlafótbolta og í mínum heimabæ voru mikið af svona sterkum karakterum. Svo það voru eiginlega bara strákarnir í Skagaliðinu og svo David Beckham og Ryan Giggs sem voru mínar fyrirmyndir. En svo voru líka fótboltastelpur sem maður vissi af, eins og Ásthildur Helgadóttir sem maður leit upp til og hún var líka fyrirmynd. En þetta hefur auðvitað breyst ótrúlega mikið frá því að ég var yngri. Í dag hafa krakkar margar fyrirmyndir sem þeir geta litið upp til, bæði konur og karlar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: