- Advertisement -

Drifinn áfram af réttlætiskennd

Sólveig Anna skrifar: Kæru félagar, í dag hefst 43. þing Alþýðusambands Íslands og á því verðum við sem tökum þátt svo heppin að geta kosið Vilhjálmur Birgisson sem annan af varaforsetum sambandsins.

Ég kynntist Vilhjálmi ekki persónulega fyrr en síðasta vetur en hafði auðvitað fylgst með honum og baráttu hans, eins og fjöldi verkafólks á Íslandi. Það gladdi mig innilega, í mínu láglaunakonu-lífi, þegar Vilhjálmur (óþreytandi) benti fólki á þann ótrúlega og svívirðilega launamun sem fengið hefur að grassera hér.
Eftir að hafa kynnst Villa hef ég séð hans miklu réttlætiskennd og veit að það er hún sem hvetur hann til dáða.
Hann sér fáránleikann í því að sumir skammti sjálfum sér milljónir á milljónir ofan meðan önnur þurfa að strita alla ævi fyrir laun sem duga aldrei til að tryggja neinskonar efnahagslegt öryggi. Hann hafnar hinni ömurlegu samræmdu láglaunastefnu sem vinnuaflið hér er látið búa við og veit að hún er til skammar í svo ríku samfélagi, sem er auðvitað satt og rétt.
EIns og hann segir sjálfur:
Munum að misskipting, óréttlæti og ójöfnuður er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að breyta allt sem til þarf er kjarkur,vilji og þor!

Ég vona að Vilhjálmur hljóti kosningu sem annar af varaforsetum ASÍ og hvet þingfulltrúa til að standa með honum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: