- Advertisement -

Dýrari íbúðir spæna upp þrjú ár af æfi verkamanns

Gunnar Smári skrifar:

Ég birti hér fyrr í dag fasteignaauglýsingu frá maí 1979 þar sem sást hversu miklu ódýrara húsnæði var þá en nú, en verðlag hefur hækkað frá maí 1979 svo gömlu krónurnar eru álíka að raunvirði og væru þær nýkrónur. Ef reiknað er meðal fermetraverð í auglýsingunni þá er það um 205 þús. kr. að núvirði en það sem af er þessu ári hefur meðal fermetraverð í fasteignaviðskiptum í Reykjavík verið um 454 þús. kr. Raunhækkun húsnæðis er því 120%.

Hér er svo frétt úr sama mánuði um verkamannalaun og bensínverð. Bensínlítrinn þarna er um 261,80 kr. á núvirði en bensín kostar í dag um 239,40 kr. Bensínið hefur því lækkað um tæp 9% að raunvirði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Laun 4. taxta Dagsbrúnar eftir 4 ár er þarna 1.055 kr. að núvirði en sambærilegur taxti hjá Eflingu er í dag 1.669 kr. Laun verkafólks hafa því hækkað um 58%.

Verkamaðurinn í maí 1979 var tæpa tólf og hálfan tíma að vinna fyrir 50 lítra bensíntanki (ef hann fengi öll laun sín útborguð) en væri rúma sjö tíma að vinna fyrir honum í dag.

Sami verkamaður var hins vegar sjö ár að vinna fyrir 75 fermetra íbúð í maí 1979 (ef hann fengi öll laun sín útborguð) en væri tæp tíu ár að vinna fyrir sömu íbúð í dag. Aukin húsnæðiskostnaður spænir því upp þremur árum af æfi verkamannsins.

Og í raun er dæmið enn verra en þessi samanburður segir til um, því verkamaðurinn heldur minna af launum sínum eftir í dag en í maí 1979. Kannski sýni ég ykkur þann samanburð seinna, læt þetta duga að sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: