- Advertisement -

Ég er eiginlega í sjokki

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Ég er eiginlega í sjokki. Hvað stendur í þessari yfirlýsingu frá ASÍ? Hvenær fær maður að vita það? Meðvirkni ASÍ er yfirgengileg ef samtökin ætla að fyrirgefa allt núna, og það sama dag og útboðið hefst. Ofbeldismönnum er langoftast ekki treystandi og heldur ekki á vinnumarkaði. Þekkja ekki allir söng ofbeldismanna um að nú muni þeir sko bæta sig, þetta munu þeir aldrei gera aftur. Verða svona auðmjúkir, biðjast afsökunar og lofa öllu fögur. Er ekki mjög stutt síðan að Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði að ekki væri lengur forsenda fyrir lífskjarasamningum? Líklegasta sviðsmyndin er að þeir segi honum upp. Þessir menn svífast einskis til að ná sínu fram, en Halldór Benjamín hefur verið á fullu að lobbýast fyrir því að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í Icelandair. Ætli að hann standi ekki á bak við það að Bogi mætir til ASÍ með skottið á milli lappanna, til að ýta á lífeyrissjóðina að fjárfesti. Síðan er líklegast að hann stingi verkalýðshreyfinguna í bakið og segir upp lífskjarasamningum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: