- Advertisement -

Ég held fram rétti mínum til lífsins

Sigurður G. Tómasson skrifar:

Fram hefur komið og vakið athygli, að tuttugu sinnum fleiri dóu í Svíþjóð vegna covid19 en hér á landi. Þar var vísvitandi ekki reynt að bjarga lífi eldra fólks eða fólks með alvarlega sjúkdóma. Þess vegna rennur okkur gömlum og langveikum kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar stjórnmálamenn halda því fram að horfa þurfi til fleiri þátta en lýðheilsu í sóttvörnum. Ég á fáar vikur eftir í sjötugt og er með sykursýki 1 og gallað ónæmiskerfi. Ég held fram rétti mínum og annarra sem svipað er ástatt um, til lífsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: