- Advertisement -

Einbjörn bendir á Tvíbjörn

Helga Vala Helgadóttir:

Ófriðar sem má rekja til óstjórn­ar í efna­hag­mál­um síðustu sex ár, eða frá því að rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar tók við haustið 2017.

Það er eng­in logn­molla á stjórn­ar­heim­il­inu þessa dag­ana. Inn­an­mein inn­an stjórn­ar­flokk­anna og þeirra á milli eru kom­in fram í dags­ljósið og þekja frétta­tím­ana á þeim tím­um sem al­menn­ing­ur ætti alla jafna að vera áhyggju­laus í sum­ar­fríi. Reynd­ar virðist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vera í fríi, en það er kannski bara til bóta.

En það eru ekki inn­an­búðar­krís­ur í rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um sem helst valda íbú­um lands­ins áhyggj­um. Það er óstjórn­in í efna­hags­mál­um í stjórn­artíð þess­ara sömu flokka. Verðbólg­an er óra­fjarri mark­miðum Seðlabank­ans, sem boðar enn eina stýri­vaxta­hækk­un­ina í ág­úst, að þessu sinni vegna mögu­legs ófriðar á vinnu­markaði á kom­andi hausti. Ófriðar sem má rekja til óstjórn­ar í efna­hag­mál­um síðustu sex ár, eða frá því að rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar tók við haustið 2017. Sama rík­is­stjórn og hélt flug­elda­sýn­ingu við gerð lífs­kjara­samn­inga en gleymdi svo að standa við sinn þátt samn­ing­anna.

Viðbrögð ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar við ástand­inu í efna­hags­mál­um minna á þjóðsög­una um þá bræður Ein­björn, Tví­björn og Þríbjörn enda virðist eng­inn ætla sér að taka ábyrgð á óstjórn­inni held­ur finna sér nýtt og nýtt mál til að magna upp óþolið hvert í garð ann­ars. Næsta stýri­vaxta­hækk­un, kom­andi fjár­lög sem vænt­an­lega inni­halda niður­skurð á mik­il­væg­um þátt­um og mögu­leg ólga á vinnu­markaði er ekki umræðuefni dags­ins held­ur það hvort einn stjórn­ar­flokk­ur fær öll gælu­mál sín samþykkt, eins og rann­sókn­ar­heim­ild­ir lög­reglu án aðkomu dóm­stóla eða áfram­hald­andi hval­veiði án laga­stoðar. Stjórn­mála­fólk sem nú geys­ist fram í hvert viðtalið á fæt­ur öðru virðist hins veg­ar litl­ar áhyggj­ur hafa af kjör­um al­menn­ings í land­inu sem nú um mánaðamót­in fékk að líta enn hærri reikn­inga fyr­ir hús­næði, hvort sem um var að ræða leigu­reikn­inga eða vegna íbúðarlána sem hafa hækkað jafnt og þétt und­an­farið ár. Svim­andi há verðbólga og stýri­vaxta­hækk­an­ir virðast ekki inn­an áhuga­sviðs þeirra né held­ur hækk­andi verð á mat­vöru og allri þjón­ustu þannig að fólk á meðallaun­um er farið að finna veru­lega fyr­ir óstjórn­inni í hverj­um mánuði, hvað þá fólk á lægri laun­um sem get­ur ekki leyft sér nauðsynj­ar eins og lækn­isþjón­ustu og lyfja­út­tekt­ir.

Þarna er ekki verka­lýðshreyf­ing­unni um að kenna, enda gæt­ir hún hags­muna hins vinn­andi fólks sem þarfn­ast liðsinn­is vegna óstjórn­ar­inn­ar, held­ur má kenna um stjórn­mála­fólki sem virðist ekki í nein­um tengsl­um við hags­muni al­menn­ings í land­inu.

Ég held að far­sælla væri að stjórn­mála­fólk færi nú að ein­beita sér að því að ná hér niður verðbólgu og tryggja grunn­innviði lands­ins í þágu al­menn­ings svo hér verði rekið gott og heil­brigt vel­ferðarsam­fé­lag ella fái þau öðrum sem treysta sér í þá vinnu lykl­ana að stjórn­ar­ráðinu.

Grein Helgu Völu er að finna í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: