- Advertisement -

Elísabet skilar Fálkaorðunni

Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndaklipppari hefur skilað fálkaorðunni sem henni var veitt á nýársdag 2016.

Elísabet skýrir ástæðuna:

„Þetta er mér hjartans mál og þó það sé ekki alltaf auðvelt að rugga bátnum er það allt of oft bráðnauðsynlegt. Var að senda þennan póst frá mér og orðan fylgir eftir helgi.

Til orðunefndar forsetaembættisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hinn 1. janúar 2016 varð ég þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndagerð. Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt. Nú var ég að komast að því að nýlega var forseta danska þjóðþingsins afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Pia Kjærsgaard, trúlega hættulegasti og mest sjarmerandi kynþáttahatari norrænna stjórnmála. Hún er orðin stórriddari Íslensku fálkaorðunnar. Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað. Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara.

Virðingarfyllst,
Elísabet Ronaldsdóttir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: