- Advertisement -

Elítan varð skíthrædd og lofaði kosningum strax

Ragnar Önundarson.

Ragnar Önundarson skrifar: Þegar 10% atkvæðisbærra manna þjóðarinnar stormaði í miðbæinn 2016 til að lýsa „pereati“ á forsætisráðherrann út af Panamaskjölunum, þá skildi fólk loks afl sitt.

Elítan varð skíthrædd, kosningum var strax lofað. Elítunni tókst samt að fá sig endurkjörna, með loddaraskap eins og þeim að lofa ellilífeyrisþegum smávegis kjarabótum ,,korter í kosningar“.

Sjálftakan kom svo samdægurs fram, elítan hafði handvalið pottþétt fólk til að snarhækka sín eigin laun á kjördag, langt umfram það sem aðrir fengu. Elítan „ullaði“ með þessu á kjósendur á sjálfan kjördaginn! Þessi reynsla minnir okkur á að forréttindafólk sleppir ekki sérkjörum sínum „fyrr en í fulla hnefana“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálftaka elítunnar gegnum Kjararáð, á sama tíma og öldruðum og öryrkjum er haldið við hungurmörkin, er ekkert betri en sjálftaka fákeppnisstjórnenda SA. Það er almenningur sem borgar. „Pereatið“ á forsætisráðherrann segir okkur samt hvernig á að taka á elítunni. Munum það.

Greinin birtist á Facebooksíðu Ragnars. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: