- Advertisement -

„Elliði er spilltur frekjuhundur“

Atli Þór Fanndal skrifaði:

„Einu sinni sagði ég í ræðu að Elliði og aðrir Hólmsteinar þessa lands gætu ekkert kennt okkur hinum um siðferði. Þeir ættu ekki að voga sér þetta endalausa suss og uppgerðar hneykslan. Elliði brást við með því að sussa og þykjast agalega hneykslaður á því hvernig ég talaði. Stend við allt og bæti í. Elliði er spilltur frekjuhundur sem fer eins og engisprettufaraldur yfir siðferði allstaðar þar sem hann er. Hann er nákvæmlega sú velferð sem Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa áhuga á, tekjutrygging fyrir nokkra flokkshesta en ískaldur Darwinismi fyrir aðra. Siðareglur eiga að aðstoða menn með því að vera sameiginlegur skilningur á reglunum. Mál hans er þó ekki bara eitthvað siðareglumál heldur á auðvitað að vera rannsakað sem mútur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: