- Advertisement -

Engar vinaþjóðir – bara hagsmunir

Staðreyndin er sú að „aftanívagnar“ fá ekki mikla athygli þess sem ræður för.


Ragnar Önundarson skrifar:

Upprifjun um útfærslu landhelginnar 1952:  Íslendingar ákváðu 4 sjómílna landhelgi með beinum grunnlínum umhverfis landið.  Með þessu lokaðist fyrir firði og flóa. Þetta hlífði grunnslóðum og uppeldissvæðum fiskistofna sem útlendir togarar höfðu sótt í́. Nauðsynlegt þótti að vernda fiskistofnanna.

Vinaþjóð okkar Bretar settu þá löndunarbann á íslenska togara sem stóð til 1956.  Þá voru það Rússar sem seldu okkur olíu í skiptum fyrir fisk. Við þökkuðum þeim nýlega með viðskiptabanni, sem stendur enn. Þessi sama Nato-vinaþjóð beitti okkur svo hryðjuverkalögum í „hruninu“ 2008.

Auðvitað eru engar „vinaþjóðir“ til. Bara hagsmunir. Ekki einu sinni Norðurlönd stóðu með okkur í hruninu, … og þó Færeyingar gerðu það. Líka Pólverjar, til að skapa velvild handa pólska þjóðarbrotinu hér á landi.

Staðreyndin er sú að „aftanívagnar“ fá ekki mikla athygli þess sem ræður för, nema rétt á meðan verið er að tengja. Datt þetta í hug út af þeim vonum sem farþegar bundu við að bílstjórinn í dráttarbílnum myndi eftir þeim í sambandi við bóluefni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: