- Advertisement -

Er Hannes Hólmsteinn konungleg della?

„Þurfa ekki einhverjir þarna í stjórninni að fara að ræsa heilastöðvarnar?“

Einar Kárason rithöfundur er ekki spenntur fyrir samantekt Hannesar Hólmsteins, og segir frá skoðun sinni á Facebook.

„Það er ekkert minna en konungleg della sem ríkisstjórn undir forystu VG er nú farin að dreifa um heimsbyggðina, og afhenda erlendum ráðamönnum eins og það væru okkar helstu bókmenntir.

Fram að Hruninu 2008 hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið samfleytt í ríkisstjórn í meira en 17 ár, mestallan tímann í forystu, og hugmyndafræði hans og pólitík hafði allan tímann mótað stjórnarstefnuna, ekki síst í bankamálum, einkavæðingu og viðskiptareglugerðum. Að auki réð flokkurinn öllum helstu póstum, eins og forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Seðlabanka næstum allan þennan tíma.

En það sem gerðist var samt, samkvæmt skjölum sem ráðherrar stjórnarinnar dreifa nú eins og oblátum eða aflátsbréfum, á engan hátt á hans ábyrgð!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heldur var Hrunið á ábyrð Samfylkingarinnar, sem fram að því var rúmt ár í ríkisstjórn, án þess að ráða neinu um fjármál eða efnahagsmál. Þurfa ekki einhverjir þarna í stjórninni að fara að ræsa heilastöðvarnar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: