- Advertisement -

Eva ræðir vændið: „Ég þurfti að fá fjóra kúnna á vaktinni til þess að vera komin á slétt, þá fór ég að græða pening“

Eva Dís Þóraðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega sem barn. Hún steig fyrst fram með sögu sína í fjölmiðlum árið 2016 og vakti frásögn hennar mikla athygli.

„Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt. Ég hef enga trú á því að hamingjusama hóran sé til,“ sagði Eva Dís þá í viðtali.

Eva Dís ræddi vændið í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin Konur. Eva bjó í Danmörku þegar hún var í vændi og starfaði á samtals sjö vændishúsum. Hún er leiðbeinandi hjá Stígamótum og hefur umsjón með stuðningshópum fyrir vændisþolendur.

„Á ég að leyfa mér að segja eitt sem ég hef aldrei sagt opinberlega áður? Ég þurfti að vera búin að taka fjóra kúnna yfir daginn áður en ég fór að fá pening. Til að eiga fyrir auglýsingunum. Ég þurfti að borga leigu fyrir herbergið sem ég notaði á vændishúsinu, ég þurfti að borga símadömu og hreingerningadömu. Ég þurfti að borga ákveðin verndargjöld inn í skipulagða glæpastarfsemi […] Það er fyrir utan fatnað, snyrtivörur, smokka, sleipiefni, allt draslið sem maður þarf til að stunda þetta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þú gast alveg lent í því að ef það var leiðinlegt veður þá varstu að borga með þér, og endaðir í mínus eftir daginn. Ég þurfti að fá fjóra kúnna á vaktinni til þess að vera komin á slétt, þá fór ég að græða pening,“ segir Eva Dís í þættinum.Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: