- Advertisement -

Fá konur minni pening en menn?

sme lllViðhorf Þannig hagar til í mínu lífi, að ég á fjórar afastelpur, sú yngsta er á fyrsta ári og þær elstu eru fimm ára. Einsog almennt er með afa þykja mér þær allar dásamlega fallegar, skemmtilegar og ég get varla beðið að sjá þær eldast og meðtaka aukinn þroska.

Sú elsta þeirra horfði á Krakkafréttir á Ríkissjónvarpinu og þar var frétt um launamun kynjanna. Hún gretti sig og kallaði til mömmu sinnar; mamma, fá konur minni pening en menn? Við þekkjum öll svarið, já, elskan mín, sagði mamman. Þá herti sú fimm ára á grettunni.

Ég spyr mig, vil ég sættast á að þessi fína afastelpa gretti sig líka þegar hún verður 25 ára og líka þegar hún verður 55 ára? Eða vil ég vera með í að reyn að tryggja að afastelpurnar mínar njóti sömu launa og kjara og bræður þeirra og frændur, afastrákanir, þegar þetta fína fólk verður vaxið úr grasi?

Eins mikil og ábyrgðin er mín á hvernig málum er háttað, er hún líka þín. Við berum öll ábyrgð á mismuninni. Það er okkar að laga og það er okkar að breyta. Og það núna. Meðan ég get talað um þessi mál ber mér skylda til að gera það. Ég sagði áðan að ég á fjórar ungar afastelpur og ábyrgðin er mín, þó ekki væri nema þeirra vegna. Að ég geri allt sem ég get til að þær gretti sig ekki lífið í gegn, þegar þær heyra að karlar fái hærri laun en konur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vissulega hefur margt jákvætt gerst í viðhorfum okkar karla til jafnréttis, en svo augljóslega ekki nóg. Í okkar hópi eru eftirbátar, karlar sem enn burðast með skakka sjálfsmynd, karlar sem telja sig eiga að bera meira úr býtum en konur. Við hinir verðum að halda umræðunni áfram, við verðum að breyta.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: