- Advertisement -

Fátækir taka smálán fyrir mat

Ég trúi ekki öðru en að við getum stoppað þetta,“ sagði þingmaður. Hann sagði fólk oft hafa ekki önnur ráð en að taka smálán. „Maður sér 372% ávöxtun.“

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Það var ekki ógæfufólk, það var fólk á örorku, það var fólk sem tók smálán vegna þess að það átti ekki fyrir mat út mánuðinn.

„En hverjir taka þessi lán? Ég var formaður Bótar og er enn. Þar kynntist ég fólki sem hefur tekið smálán. Það var ekki ógæfufólk, það var fólk á örorku, það var fólk sem tók smálán vegna þess að það átti ekki fyrir mat út mánuðinn, fólk með börn sem hafði engin önnur úrræði en að taka þessi lán. Það er það ömurlegasta af öllu í þessu þjóðfélagi okkar, sem við segjum að sé ríkt og að allir eigi að hafa það gott, að það sé hægt að spila inn á þá sem eru verst staddir og þurfa fjármuni til að lifa af, bara hreinlega til að kaupa mat eða komast til læknis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í umræðum um smálán sem var á dagskrá Alþingis í gær.

„Freistingin er mikil þegar hægt er að taka bara upp símann og fá lán á einu augabragði,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi leit til baka, til fortíðar. „Annað í þessu sem er svolítið undarlegt er að við erum að tala um fleiri hundruð prósent. Maður sér 372% ávöxtun. Ég man þegar ég var að vinna í Brynju á Laugaveginum að fyrirtæki sem bauð 30% ávöxtun var lokað. Lögreglan kom og lokaði. Það var okurstarfsemi. Hvað erum við að tala um hér og hvers vegna í ósköpunum látum við þetta viðgangast? Ég trúi ekki öðru en að við getum stoppað þetta.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: