- Advertisement -

„Fátækt á ekki að vera til“

„Fátækt á ekki að vera til,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

„Fulltrúi sósíalista sat í stýrihópnum og kom því að vinnslu þátta sem eru nefndir í skýrslunni og þakkar hópnum fyrir vinnuna en telur þó að Reykjavíkurborg og velferðarsvið- og ráð geti gengið miklu lengra í að móta aðgerðir til að sporna við sárafátækt hjá börnum og fjölskyldum þeirra, t.d. með því að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu,“ segir Sanna og vitnar þar til stýrihóps um aðgerðir gegn sára fátækt barna og fjölskyldna þeirra.

„Þegar fjallað er um fátækt þarf að hlusta á raddir þeirra með reynsluna af því hvað þarf að bæta og í skýrslunni eru nefndir mikilvægir þættir sem snúa að því,“ segir hún.

„Þá er mikilvægt að fræða um birtingarmyndir og afleiðingar sárafátæktar á líðan og heilsu barna og fjölskyldna og fjallað er um slíkt í tillögum að aðgerðaráætlun í skýrslunni. Fátækt á ekki að vera til og við getum og eigum að vinna gegn því að slíkt þrífist hér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: