- Advertisement -

Fátækt er gríðarlega skemmandi

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifaði:

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Þuríður Harpa
: Mér léttir um hjartarætur að sjá og heyra stjórnarliðann Lilju Rafney koma fram og segja það beint út að fólk geti ekki lifað af 250.000 krónum.

Mér léttir um hjartarætur að sjá og heyra stjórnarliðann Lilju Rafney koma fram og segja það beint út að fólk geti ekki lifað af 250.000 krónum. Að framfærsluviðmið sem stjórnvöld fara nú eftir séu alltof lág. Mér léttir því ég hef haldið þessu fram lengi og talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda, og var alvarlega farin að velta fyrir mér hvort raunveruleikafirring stjórnvalda væri algjör. Allir vita að launin eru of lág en samt er þetta staðan. Og hver er afleiðingin, jú við sjáum það að stærstur hópur fólks sem kemur á örorku eru konur yfir fimmtugt! Og hver er orsökin, jú konur sem vinna láglaunastörf eru útslitnar og búnar á líkama og sál, á besta aldri vegna þess ömurlega hlutskiptis að launin dugi engan vegin fyrir lágmarksgæðum til mannsæmandi lífs. Það er hrakleg gjörð stjórnvalda margra ára, að þessar sömu konur sem lenda inn á örorku eftir að hafa t.d. gætt barna annarra í áratugi, að þegar þrekið og heilsuna brestur eftir áratuga baráttu við fátækt og mikla vinnu að þá lenda þær inn í almannatryggingakerfinu sem á að verja fólk sem ekki getur varið sig sjálft, að þá fá þessar sömu konur 221.000 kr. útborgaðar. Þær fara úr vondum kjörum í enn verri kjör.

Ég hef stöðugt bent á það í starfi mínu sem formaður ÖBÍ að fátækt er gríðarlega skemmandi. Sú staðreynd að í þessu ríka landi sé ríkjandi það hugarfar að það sé í lagi að fársjúku og fötluðu fólki sé gert að lifa á framfærslu sem er langt undir lágmarkslaunum er hörmuleg. Ég kalla eftir aðgerðum stjórnvalda strax, að stjórnarliðar taki höndum saman og setji fram framfærsluviðmið sem eru raunverulega þau sem þarf til að fólk geti lifað hér án þess að veikjast vegna fátæktar. Ég kalla eftir því að örorkulífeyrir sé hækkaður!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: