- Advertisement -

Féþúfa hinna aflögufæru, bölvun hinna efnalitlu

·        Ályktun Trúnaðarráðs Eflingar um áhrifin af aðgerðum hins opinbera vegna kórónaveirukreppunnar

Trúnaðarráð Eflingar – stéttarfélags, sem fer með æðsta vald í málefnum félagsins, ályktar eftirfarandi:

Viðbrögð hins opinbera vegna kórónaveirukreppunnar hafa brugðist þeirri eðlilegu kröfu að vernda hina verst settu í þjóðfélaginu. Þess í stað hafa viðbrögðin ýkt ójöfnuð og misskiptingu meðal landsmanna.

Fjárútlát ríkisins hafa runnið í óeðlilegu magni í vasa hinna aflögufæru sem engan skaða bera af kreppunni. Þeir sem eru yfir meðaltekjum, halda vinnu sinni og eiga fasteignir hafa ekki tapað krónu heldur safna nú sjóðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að skapa örugg og sjálfbær störf fyrir verkafólk.

Á sama tíma þjáist verka- og láglaunafólk sem misst hefur vinnuna, sitt lífsviðurværi og fastan punkt í tilverunni. Verka- og láglaunafólk, sem byggði upp íslenska ferðaþjónustugóðærið, á nú á hættu að lenda í vítahring fátæktar og einangrunar með tilheyrandi skaða fyrir það sjálft og samfélagið allt. Í þessum hópi eru meira en fjögur þúsund Eflingarfélagar.

Trúnaðarráð krefst þess að gert verði stórátak til að tryggja lífskjör, heilsufar, mannlega reisn og öryggi atvinnulausra og að fjármunum sem í dag renna til hinna aflögufæru verði varið til þess.

Trúnaðarráð krefst þess að opinberu fjármagni verði varið með myndarlegum hætti í að skapa örugg og sjálfbær störf fyrir verkafólk.

Trúnaðarráð krefst þess að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar, að þjónusta Vinnumálastofnunar verði bætt og að þróuð verði úrræði sem stuðla að virkni og tengslum atvinnulausra við samfélagið. Tækifæri til menntunar verði tryggð.

Trúnaðarráð krefst bætts aðgengis að geðheilbrigðisþjónustu fyrir atvinnulausa og aðra sem eru í hættu að lenda á jaðrinum í núverandi ástandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: