- Advertisement -

Finna sóttvarnarráðstöfunum allt til foráttu

…útskýra fyrir okkur hinum hvernig í ósköpunum það bætir geðheilsu eða spornar gegn afleiddum heilsufarsáhrifum að spítalar hrynji undan álagi og vísa þurfi fárveiku fólki frá yfirfullum sjúkrahúsum.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Ritstjóri Fréttablaðsins kallaði eftir því fyrir nokkrum vikum að hafist yrði handa við að tryggja almenna útbreiðslu kórónaveirunnar til að ná fram hjarðónæmi og verja atvinnulíf og athafnafrelsi fólks. Síðan hefur birst hver leiðarinn á fætur öðrum í þessu víðlesnasta dagblaði landsins þar sem sóttvarnarráðstöfunum er fundið allt til foráttu.

Einstaka þingmenn tala á sömu nótum og viðra hugmyndir um að með því að slaka á sóttvörnum og gefa veirunni lausari tauminn megi sporna gegn ýmsum afleiddum heilsufarsáhrifum og félagslegum skaða vegna faraldursins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarrlæknir afgreiddi þennan málflutning býsna snyrtilega í fyrradag. Hann benti á að hingað til hafa 1-2 prósent Íslendinga sýkst af kórónuveirunni. Í ljósi fenginnar reynslu megi áætla að ef 10 prósent myndu sýkjast á 4-6 vikna tímabili (36 þúsund manns) gætu 1200-2300 þurft að leggjast inn á sjúkrahús og 110-600 inn á gjörgæslu, 90-350 þurft öndunarvél og allt að 200 gætu látist.

„Þannig það er ljóst að töluvert lítið útbreiddur faraldur eða 10 prósenta útbreiðsla myndi valda það miklu álagi á heilbrigðiskerfi að það myndi bitna á öðrum sjúklingahópum og auk þess í sjálfu sér valda ýmsum samfélagslegum skaða,“ sagði hann. „Þannig þegar menn eru að ræða þessi mál þá held ég að þurfi að taka þetta með inn í jöfnuna og því miður hef ég ekki heyrt það vera gert núna í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað. Ég tel þannig að ef mikið verður slakað á í samfélagslegum aðgerðum þá munum við sjá hér útbreiddari faraldur og töluvert útbreiddari en þessi 10 prósent. Það hefur líka heyrst að menn þurfi að ná hér hjarðónæmi sem þýðir að um 60 prósent af þjóðinni þurfi að smitast. Svo menn geta bara ímyndað sér ef við sæjum 60 prósent af þjóðinni smitast á tiltölulega stuttum tíma hvers lags afleiðingar það hefði í för með sér, ekki bara fyrir heilbrigðiskerfið og spítalana heldur fyrir samfélagið allt.“

Dauðaköltið sem vill hjálpa veirunni að sýkja sem flesta til að skapa hjarðónæmi þarf eiginlega að útskýra fyrir okkur hinum hvernig í ósköpunum það bætir geðheilsu eða spornar gegn afleiddum heilsufarsáhrifum að spítalar hrynji undan álagi og vísa þurfi fárveiku fólki frá yfirfullum sjúkrahúsum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: