- Advertisement -

Flugfélögin stýra ferðamannastraumnum

Túristi birtir í dag fréttaskýringu þar sem dregnar eru fram staðreyndir um hvers vegna ferðafólki, til að mynda frá Þýskalandi, hefur fækkað og fjölgað frá Bandaríkjunum.

„Þegar nýr áfangastaður bætist við leiðakerfi Icelandair og WOW air þá fjölgar vanalega ferðamönnum hér á landi frá viðkomandi svæði. Á sama hátt fækkar gestunum þegar dregið er úr ferðafjöldanum líkt og kom berlega í ljós í júlí,“ segir á vefnum turisti.is.

„Það er verulegur samdráttur í komum Þjóðverja hingað til lands og það sama á við um Evrópubúa almennt. Margir leita skýringa á þessari þróun í sterkri krónu og í viðtali við RÚV sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að verðlag á Íslandi væri ekki samkeppnishæft við önnur lönd og þess vegna fækki ferðamönnum. Bætti hann því við að markaðssvæðið í Mið-Evrópu væri viðkvæmara fyrir verðhækkunum en önnur.  Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, tók í svipaðan streng og bætti því við að það væri áhyggjuefni að vöxturinn væri aðallega frá einu markaðssvæði, Bandaríkjunum. Í júlí fjölgaði t.a.m. bandarísku ferðafólki verulega og stóð það undir rúmlega þriðjungi af ferðamannastraumnum,“ segir einnig í fréttaskýringu Túrista.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: