- Advertisement -

Fólkið í Samtökum atvinnulífsins ætti að skammast sín

Svona er viðhorf talsmanna auðstéttarinnar og eigenda atvinnutækjanna til vinnukvenna þessa lands.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

19% kvenna á Suðurnesjum, eða tæplega ein af hverjum fimm, eru atvinnulausar. Þær störfuðu margar áður við þrif á hótelum og við afgreiðslu á veitingastöðum. Semsagt, þær voru í láglaunastörfum. Það er því einstaklega ólíklegt að þessar konur hafi getað lagt eitthvað fyrir til að geta mætt því fjárhagslega áfalli sem atvinnuleysið er. Þær lifa núna í þeim veruleika að fjárhagsáhyggjurnar fylgja þeim eins og kaldur skuggi hvað sem þær gera og hvert sem þær fara. Með allri þeirri vanlíðan sem því fylgir.

Þetta eru konurnar sem þurfa sárlega á því að halda að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Annars hafa þær ekki möguleika á að sjá fyrir sjálfum sér né börnum sínum. Þetta eru konurnar sem marg-milljón króna fólkið í Samtökum atvinnulífsins telur að þurfi mest á öllu á „hvatanum til atvinnuleitar“ að halda; ef að bætur verði hækkaðar verði þær svo latar og hysknar að þær vilji ekki vinna meira. Svona er viðhorf talsmanna auðstéttarinnar og eigenda atvinnutækjanna til vinnukvenna þessa lands. Líkt og aðall fyrri alda sjá þau ekki manneskjur af holdi og blóði þegar þau líta niður til vinnuaflsins, bara hjú sem best er að píska áfram. Svo að letin nái ekki yfirhöndinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er borin von að svo verði.

Fólkið í Samtökum atvinnulífsins ætti að skammast sín. En það er borin von að svo verði. Það eina sem dugar gegn forherðingunni er samtakamáttur okkar og einbeittur baráttuvilji. Þau vilja að fátækasta fólkið beri þyngstu byrðarnar. Það er ekkert annað en félagslegur sadismi. Við skulum ekki láta þau komast upp með grimmdina. Þetta er okkar samfélag, okkar vinna og okkar skattar hafa byggt það og þegar ógæfan bankar upp á kemur ekki til greina að fórna félögum okkar svo að sjúk hugmyndafræði veruleikafirrts auðfólks fái að lifa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: