- Advertisement -

Framganga Vigdísar með „ólíkindum“

Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi.

Borgarráð / „Það er með ólíkindum hvernig Vigdís Hauksdóttir, kjörinn fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur, hegðar sér gagnvart starfsfólki borgarinnar sem sinnir vinnu sinni af samviskusemi og alúð. Orð hennar og hegðun dæma sig sjálf og með framferði hennar er augljóst hver áreitir hvern og leggur hvern í einelti. Hún ætti að líta sér nær, temja sér kurteisi í mannlegum samskiptum og láta af þeirri ofbeldishegðun sem hún hefur sýnt starfsfólki borgarinnar og kjörnum fulltrúum. Þetta er löngu komið gott.“

Þannig bókuðu fulltrúar meirihlutans í borgarráði. Vigdís hafði áður að sér þætti það valdníðsla: „…af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hef skyldusetu samkvæmt lögum.“

„Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig, m.a. að hún hafi hlotið heilsutjón af, á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð,“ segir einnig í bókun Vigdísar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir bókun meirihlutans herti Vigdís róðurinn:

„Þegar kjörinn fulltrúi er sakaður um einelti eftir tvo fundi, svo mikið einelti að viðkomandi hafi hlotið heilsutjón af, þá situr borgarfulltrúi Miðflokksins ekki þegjandi yfir þeim ósannindum sem eru til þess fallin að rýra trúverðugleika viðkomandi. Þessi starfsmaður er skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra, það segir allt sem segja þarf. Ég afþakka uppeldisráð meirihlutans og bendi þeim á að beina þeim í rétta átt, þ.e. inn á skrifstofu borgarstjóra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: