- Advertisement -

Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur Bjarna Benediktssonar

„Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi.“

Bergþór Ólason.

„Það er skiljanlega ákveðin brekka að vera formaður Sjálfstæðisflokksins þessi dægrin. Stórkostleg innanmein Íslandsbanka komin upp á yfirborðið sem veldur því að sala ríkisins á eftirstæðum eignarhluta í Íslandsbanka situr stopp í huga Vinstri grænna, samstarfsflokks hans í ríkisstjórn,“ skrifaði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.

„Lögbrot matvælaráðherra við töku ákvörðunar um bann við veiðum á langreyðum við Ísland – þar sem hún gekk þvert gegn samkomulagi við hann sjálfan sem gert var við upphaf ríkisstjórnarinnar og braut reyndar líka stjórnarskrá Íslands í leiðinni. Og loks Lindarhvolsmálið, þar sem allt kapp var lagt í að leyna greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem birt var nú fyrir helgi og sýnir misbresti á því ferli öllu saman. Fylgið hrynur og ríkisstjórnarsamstarfið bindur hendur hans og fætur þegar kemur að öllum stefnumálum flokksins, öllum,“ segir næst í greininni.

Bergþór endar skrifin svona: „Þá er kannski best að þyrla upp ryki og hlæja með vinum sínum. Við hin höldum hins vegar áfram að berjast fyrir hag þessarar þjóðar – samhent stjórnarandstaða – þegar kemur að mikilvægi þess að löggjafinn komi saman til að ræða þessi þrjú mál. Til þess er Alþingi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: