- Advertisement -

Glámskyggnir viðmælendur

Merkilegt var að hlusta á viðmælendur í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. Hilda Jana Gísladóttir átti varla orð yfir hversu fínn fundur sveitarstjórnarmanna og valdstjórnarinnar var. Hún var full vonar um að ráðherrarnir myndu standa við það sem þeir sögðu á þessum lokaða fundi.

Bæjarstjóri Ísafjarðar gerir ráð fyrir að Framsókn muni standa við kosningaloforð um „skosku leiðina“ í innanlandsflugi. Framsókn lofaði eitt sinn fíkniefnalausu Íslandi árið 2000. Bara til upprifjunar.

Sigurður Ingi, formaður Framsóknar, fann margt og mikið til að réttlæta svik kosningaloforðsins. Annars var ekki að vænta úr þeim ranni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: