- Advertisement -

„Gratíneruð ýsa með kartöflumús og hvítlaukssmjöri“

Í dag barst mér þessi mynd af máltíð sem eldri borgurum í Reykjavík er ætlað að gera sé að góðu.

Viðar Eggertsson skrifar:

Í dag tók ég sæti í Öldungaráði Reykjavíkurborgar sem einn af þremur fulltrúum Félags eldri borgara.

Meðal mála var á dagskrá erindi sem ég hafði sent er varðar máltíðir sem eldri borgurum eru boðnar upp á hjá borginni.

Eftirfarandi bókun lét ég frá mér á fundinum:

Tillaga

„Öldungaráð Reykjavíkurborgar felur velferðarsviði að láta gera könnun utanaðkomandi, óvilhallra og til þess bærra aðila, á máltíðum sem velferðarsviðið býður eldri borgurum upp á úr eldhúsi borgarinnar.

Sérstaklega skal skoðað hversu vel máltíðirnar mæta lýðheilsumarkmiðum Embættis landlæknis og eins hvort fjölbreytni á máltíðum hvers dags sé nægileg með tilliti til heilsufars svo sem sykursýki og aðra algengra sjúkdóma meðal eldri borgara.“

Í dag barst mér þessi mynd af máltíð sem eldri borgurum í Reykjavík er ætlað að gera sé að góðu.

Samkvæmt vef eldhússins:

„Gratíneruð ýsa með kartöflumús og hvítlaukssmjöri“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: