- Advertisement -

Hægri kreddur mega ekki ráða ríkjum

Svona mætti lengi telja.

„Við megum ekki og eigum ekki að láta hægri kreddu ráða hér ríkjum því hún er bæði óskynsamleg og kostnaðarsöm,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu þegar hann talaði um fjáraukalögin á Alþingi í gær. Hann og Bjarni Benediktsson eru mjög ósammála um hvort nú eigi að fjölga opinberum störfum. Það vill Ágúst Ólafur gera en Bjarni segir ekkert vera vitlausara.

„Við eigum ekki að sætta okkur við að endalaust sé verið að tala niður hið opinbera kerfi og starfsmenn þess af ákveðnum stjórnmálamönnum. Síðan er það mjög áhugavert, og það er ekki síst á tímum neyðarástands, að skoðanabræður fjármálaráðherra til hægri leita í faðm ríkisins og vilja aðstoð frá hinum opinberu starfsmönnum og fá fjármagn frá almenningi,“ sagði Ágúst Ólafur.

„Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn, og formaður hans sérstaklega, alltaf nálgast það þannig að öll verðmætasköpun eigi sér fyrst og fremst stað í einkageiranum. Það er einfaldlega rangt,“ sagði Ágúst Ólafur.

Förum aðeins yfir það.

„Það er eins og sumir hægri menn átti sig ekki á því að opinberir starfsmenn skapa mjög mikil verðmæti og greiða skatta. Það er ekki síst fyrir tilstilli opinberra starfsmanna að stór hluti af verðmætasköpun einkageirans getur átt sér stað. Förum aðeins yfir það. Einkafyrirtæki reiða sig á að opinberir starfsmenn kenni verðandi starfsmönnum einkageirans, hjúkri starfsmönnum þeirra, komi þeim aftur til vinnu í einkageiranum. Það eru opinberir starfsmenn sem byggja upp fjarskiptakerfi og samgönguæðar sem einkageirinn reiðir sig á. Það eru opinberir starfsmenn sem framfylgja samkeppnislögum, svo hinn stóri svíni ekki á hinum smáa. Það eru opinberir starfsmenn sem gera fríverslunarsamninga sem einkageirinn reiðir sig óneitanlega á. Svona mætti lengi telja.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: