- Advertisement -

Hafa sýnilega fengið nóg af Svandísi

Af lestri Moggans í dag má álykta að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei, aldrei gangast inn á að Svandís Svavarsdóttir verði aftur heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknar og Viðreisnar ef þarf.

Því segi ég þetta? Jú, eftir lestur nýrra Moggagreina Áslaugar Örnu og Óla Björns. Byrjum á að vitna til Áslaugar Örnu samráðherra Svandísar:

Áslaug Arna: Ég tel nauðsyn­legt að brjóta upp þessa umræðuhefð um heil­brigðis­kerfið. Skjáskot: RÚV.

„Við ræðum þessa dag­ana um marg­háttaðan vanda heil­brigðis­kerf­is­ins, verri þjón­ustu við leghálsskimanir og liðskiptaaðgerðir og van­mátt Land­spít­al­ans til að tak­ast á við erfið verk­efni. Í þeirri umræðu virðast flest­ir ganga út frá því sem gefnu að heil­brigðisþjón­ust­an skuli kostuð og miðstýrð af rík­inu. Eng­ar aðrar lausn­ir komi til greina en aukið fjár­magn úr rík­is­sjóði þegar að krepp­ir í rekstr­in­um. Orðið „einka­væðing“ er óspart notað sem skamm­ar­yrði þegar bent er á leiðir til að draga úr kostnaði en bæta samt þjón­ust­una í leiðinni,“ skrifar hún og heggur heldur betur að Svandísi. Áslaug Arna hætti ekki þarna:

„Ég tel nauðsyn­legt að brjóta upp þessa umræðuhefð um heil­brigðis­kerfið. Hún er kom­in í ógöng­ur þegar aðeins ein skoðun er leyfð. Það þarf að skoða kerfið frá grunni og okk­ur ber skylda til að vera vak­andi fyr­ir nýj­ung­um og bætt­um rekstri í þágu okk­ar allra. Umræða um heil­brigðis­kerfið þarf að taka mið af þörf­um hinna sjúkra­tryggðu en ekki kerf­is­ins. Því þurf­um við að ræða nýj­ar leiðir til að ná fram bættri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni fram­leiðni og skil­virkni í heil­brigðis­kerf­inu. Þetta er hægt að gera án þess að auka kostnaðarþátt­töku þeirra sem þurfa á þjón­ust­unni að halda. Í mín­um huga er nauðsyn­legt að ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki þeirra komi í aukn­um mæli að ákveðnum verk­efn­um og einnig er sjálfsagt að taka upp lausn­ir úr al­menn­um fyr­ir­tækja­rekstri til að ná fram auk­inni fram­leiðni og hag­kvæmni við rekst­ur sjúkra­stofn­ana,“ skrifar dómsmálaráðherrann.

Óli Björn: Efna­meira fólk kaup­ir þjón­ust­una beint eða í gegn­um eig­in trygg­ing­ar, af sér­fræðilækn­um, sjúkraþjálf­ur­um og tal­meina­fræðing­um.

Óli Björn er kannski ekki eins herskár og Áslaug Arna. Samt heggur í Svandísi. Skoðum dæmi:

„Því miður eru dæm­in um sjúkraþjálf­ar­ana og tal­meina­fræðing­ana ekki þau einu um hvernig hægt og bít­andi er verið að grafa und­an sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­stétt­um, tak­marka at­vinnu­frelsi þeirra og hafa rétt­indi af sjúkra­tryggðum. Staða sjálf­stætt starf­andi sér­fræðilækna er lítið skárri og hægt en ör­ugg­lega er verið að hrekja þá út úr sam­eig­in­legu trygg­inga­kerfi okk­ar allra. Og þar með verður til tvö­falt heil­brigðis­kerfi með einka­rekn­um sjúkra­trygg­ing­um,“ skrifar Óli Björn og heldur áfram:

„Flest verðum við að sætta okk­ur við heil­brigðisþjón­ustu inn­an rík­is­rekna trygg­inga­kerf­is­ins, með til­heyr­andi biðlist­um. Efna­meira fólk kaup­ir þjón­ust­una beint eða í gegn­um eig­in trygg­ing­ar, af sér­fræðilækn­um, sjúkraþjálf­ur­um og tal­meina­fræðing­um. Ára­tuga bar­átta fyr­ir því að all­ir eigi jafn­an og greiðan aðgang að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag, verður að engu gerð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: