- Advertisement -

Hafna því að vinnupíning sé nýtt sem svar 

„Stjórn Eflingar-stéttarfélags tekur heils hugar undir gagnrýni Öryrkjabandalags Íslands á starfsgetumat sem sett var fram í ályktun stjórnarfundar bandalagsins 10. október síðastliðinn. Stjórn Eflingar tekur undir með ÖBÍ að stjórnvöldum beri að efla núverandi kerfi örorkumats í stað þess að efna til tilraunastarfsemi með líf og kjör öryrkja undir merkjum svokallaðs starfsgetumats sem gefist hefur afar illa í mörgum nágrannalöndum okkar.“

Að fundi loknum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar: „Ég fagna því gríðarlega að vaxandi samstaða sé að myndast milli stéttarfélaga og Öryrkjabandalagsins. Samstaða gegn niðurlægjandi tilraunaverkefnum á borð við starfsgetumat er hluti af því. Ég hafna því að vinnupíning sé nýtt sem svar við vandamálum fólks og ég tek undir með ÖBÍ að það á frekar að styrkja núverandi örorkumatskerfi. Öryrkjar og vinnandi fólk eru bræður og systur í baráttunni. Við munum standa saman þangað til allt fólk á Íslandi getur lifað mannsæmandi lífi.“

Meira efni um starfsgetumat, þar á meðal nýlegur fyrirlestur Lars Midtiby, er að finna á vef Öryrkjabandalagsins.

Á laugardaginn standa ÖBÍ og Efling að sameiginlegum fundi um málefni tekjulægstu hópanna undir titlinum „Skattbyrði og skerðingar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: