- Advertisement -

Handrukkarar eða hugsjónarmenn?

Fyrir ekki mörgum dögum hóuðu húsbændurnir í Borgartúni 35, húsi atvinnulífsins, í fulltrúa valinna flokka á opinn fund. Þar stigu fundarboðendurnir á stokk hver af öðrum og pumpuðu frambjóðendurna um hvað þeir ætli að gera til að styrkja stöðu þeirra best settu.

Svörin voru eflaust mörg og sum hver hittu í mark, annað er óhugsandi. Ekki var öllum boðið. Inga Sæland hefur bent á að Flokki fólksins var ekki boðið og ekki var Sósíalistaflokknum boðið. Enda átti sá flokkur sennilega ekkert erindi inn á samkomu þessa.

Innan Borgartúns 35 eru margir sem splæsa, splæsa á flokka og frambjóðendur. Þau minntu á sig á fundinum. Töluðu gegn regluverki, gegn launaleiðréttingum og svo framvegis. Öllu því sem þvælist fyrir auðsöfnuninni.

Ekki er ástæða til að efast um að þar er innan um var fólk sem á inni hjá framjóðendum, frambjóðendum eða framboðum, sem hafa þegið ótæpilega úr lófa þeirra ríkustu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Því er víst óvíst hvort til fundarins hafi verið boðað af hugsjón eða hvort handrukkarar þeirra ríkustu starfi nú fyrir opnum tjöldum, á opnum fundi.

Það er orðinn tíðarandi hér, s.s. skipun fyrrverandi stjórnarformanns Samherja í stöðu sjávarútvesráðherra. Þar er engu leynt.

-sme

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: