- Advertisement -

Hef óbeit á íslenskri pólitík

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að ég hef óbeit á íslenskri pólitík, en árið 2015 sagði Katrín Jakobsdóttir þegar hún var í stjórnarandstöðu að stöðugleiki verður ekki eingöngu mældur í hagstærðum, hann verður líka að mæla í því að fólk geti lifað af launum sínum.

En núna þegar hún er orðin forsætisráðherra kveður við nýjan tónn enda sagði hún í fréttum í ágúst „að komandi kjaraviðræður verði strembnar og ríkisstjórnin sé ekki í stöðu til að skilgreina hvort svigrúm sé til launahækkana.“

Svo er þetta ágæta fólk sem situr á Alþingi hissa á að traust almennings til stjórnmálamanna og flokka sé við frostmark. Enda alþekkt að öllu fögru er lofað þegar fólk er í stjórnarandstöðu en allt svikið og gleymt þegar völdin eru komin í hús.

En það verður alla vega gott að geta minnt forsætisráðherra þegar kjarasamningar verkafólks losna um áramótin á hennar eigin orð um stöðugleiki sé ekki eingöngu mældur í hagstærðum, hann verður líka að mæla í því að fólk geti lifað af launum sínum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: