- Advertisement -

Heiðveig óttast brottrekstur úr Sjómannafélaginu

Heiðveig María Einarsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjómannafélagi Íslands, skrifar: „Ég get nú ekki annað sagt en að ég sé gjörsamlega orðlaus yfir málflutningi formanns Sjómannafélags Íslands í Morgunblaðinu og á Bylgjunni síðustu daga. Að hann nái að heimfæra það að ég sé að skaða helsta hagsmunamál sjómanna og þar með talið félaga í Sjómannafélagi Íslands með því að benda á ósamræmi í lögum á heimasíðu félagsins við samþykki aðalfundar er atburðarás sem ég hefði ekki getið ímyndað mér að kæmi upp í mínum allra villtustu draumum.

Því miður læðist að mér sá grunur að nú verði ALLT reynt til að koma í veg fyrir framboð mitt og að málflutningur þessi sé undirbúningur að því að þeir beiti b-lið 10.gr laga félagsins á trúnaðarmannaráðsfundi í dag en þar segir :

,, b) Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.,,

Verði þetta niðurstaða fundarins þá verð ég nú að segja að fokið sé í flest skjól með lýðræði stéttarfélags okkar félagsmanna sem og örvæntingu yfirstjórnar til þess að klóra yfir sín mistök.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á sama tíma hef ég enn þá von að trúnaðarmannaráð skoði öll gögn málsins ofan í kjölinn og afli sér upplýsinga til upplýstrar og ákvæðanna og þá af eigin frumkvæði.

Dæmi hver fyrir sig !!

Reykjavík 24. október 2018
Heiðveig María Einarsdóttir.“

Fyr­ir hverja er Heiðveig María að vinna?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: