- Advertisement -

Heimavellir í skjóli Íbúðalánasjóðs

Eigendur Heimavalla útiloka ekki að leysa félagið upp, selja eignirnar og hætta starsemi. Illa gengur að afla peninga og fáir vilja eiga Heimavelli. Þetta kemur fram í Mogganum í dag, það er viðskiptahluta Moggans.

Heimavellir eru afar óvinsælt fyrirtæki, svo ekki sé meira sagt. Heimavellir starfa í raun í skjóli Íbúðalánasjóðs, fyrirbæris sem tók til sín íbúðir á íbúðir ofan vegna vanda fólks sem varð til við hrunið fyrir tíu árum.

Margar þeirra eru nú í eigu Heimavalla, þrátt fyrir að lánin séu alls ekki ætluð fyrirbærum sem Heimavöllum.

Jæja, bragð er af þá barnið finnur, svo ekki sé talað um Moggann. Hér er hluti greinarinnar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Heimavellir hafa verið nefndir eitt umdeildasta félag landsins. Meðal annars vegna þess að stór hluti af fjármögnun félagsins er einmitt frá Íbúðalánasjóði kominn, en það eru lán sem ætluð eru til óhagnaðardrifinnar starfsemi. Guðbrandur segir að samstarf Heimvalla við Íbúðalánasjóð hafi gengið afar vel en stefnan sé að skipta út þeim lánum, eins og fyrr segir, vegna óhagstæðra kjara.

„Endurfjármögnin lýtur að hluta til að þessum Íbúðalánasjóðslánum sem eru með frekar óhagkvæm kjör finnst okkur, frá 4,2% til allt upp undir 5% vaxta,“ segir Guðbrandur.Við erum með ákveðna áætlun um endurskipulagningu eignasafnsins sem eru ríflega 10 milljarðar. Stór hluti af þeim eignum er fjármagnaður af  íbúðalánasjóði og hann fer að nokkru leyti út af sjálfu sér. Eftir standa um 10 milljarðar af lánum til þeirra. Ef vel gengur gætum við verið að greiða upp verulegan hluta þeirra lána sem standa eftir á þessu ári. Við erum til dæmis búin að borga upp Íbúðalánasjóðslán fyrir ríflega tvo milljarða á þessu ári. Stefnan er að fá hagkvæmari lán í staðinn sem hafa hagstæðari skilmála til að auka sveigjanleika félagsins,“ segir Guðbrandur.

„En við erum í mikilli uppbyggingu og í þannig stöðu að félagið mun ekki greiða út arð á þessu eða næsta ári. En það væri eðlilegt að skoða hvort við gætum ekki farið að taka skref í þá átt eftir þann tíma,“ segir Guðbrandur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: