- Advertisement -

Helmingur fylgdarlausra barna hverfur

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar þennan pistil:

Vissuð þið að 50% fylgdarlausra barna hverfa af móttökumiðstöðum á innan við 48 klukkustundum frá því þau koma þar fyrst ? Og eru svo týnd í kerfinu en verða síðan mjög oft fórnarlömb mansals, kynferðisofbeldis, og þrælkunar?

Ofbeldi gegn börnum á flótta þarf að stöðva! Það var því frábært að fá samþykkta í Evrópuráðsþinginu skýrsluna mína um að stoppa ofbeldi gegn börnum á flótta! Gríðarlega góðar umræður í þingsal og engin greiddi atkvæði gegn skýrslunni sem er einstakt! Nú verða öll aðildarríkin 47 að innleiða tilmælin í skýrslunni sem snúast að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum á flótta sem því miður er allt of algengt. Leggjumst öll á eitt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: