- Advertisement -

Hernaðurinn gegn almenningi

Gunnar Smári Egilsson skrifar: Frá Hruni hefur skipulega verið unnið að því að blóðmjólka almenning á húsnæðismarkaði og flytja fé frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja eignast enn meira.

Byrjum á nauðungarsölunum. Eftir Hrun voru 9200 fasteignir teknar af almenningi og fólkinu vísað á dyr. Frá þeim tíma sem fasteignaverð var lægt eftir Hrun og þar til nú hafa þessar eignir hækkað mikið; íbúðir í fjölbýli hafa hækkað um tæp 60% umfram verðlag og sérbýli um 33,5%. Lauslega áætlað má reikna með að þessar 9200 íbúðir hafi hækkað um 15 m.kr. að meðaltali. Það er lágmarkstap hverrar fjölskyldu sem missti húsnæði sitt. Samanlagður hagnaður þeirra fáu ríku sem keyptu upp þessar eignir eru síðan um 130 til 140 milljarðar króna. Það er hagnaður hinna á ríku, tilflutningur kerfisins á verðmætum frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja eignast enn meira.

Frá Hruni hefur leigjendum fjölgað. Árið 2007 voru rúmlega 30 þúsund einstaklingar á leigumarkaði en ætla má að fólk á leigumarkaði sé nú yfir 60 þúsund.

Frá Hruni hefur leigjendum fjölgað. Árið 2007 voru rúmlega 30 þúsund einstaklingar á leigumarkaði en ætla má að fólk á leigumarkaði sé nú yfir 60 þúsund. Mesta aukningin hefur verið meðal barna og foreldrakynslóðarinnar. Um 55 prósent fjölgunarinnar er annars vegar börn 15 ára og yngri og hins vegar fólk á aldrinum 25 til 34 ára. Leigjendum fjölgar því ekki aðeins vegna þess að fólk missti eigur sínar á nauðungaruppboði heldur ræður ungt fólk síður við að kaupa í dag en áður; launin eru of lág og íbúðaverð of hátt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir Hrun hraktist fólk með lágar tekjur og miðlungstekjur út í fasteignakaup án þess að eiga í raun efni á því vegna þess hversu leigumarkaðurinn var slæmur. Í dag hrekst fólk með lágar og miðlungstekjur út á leigumarkaðinn vegna þess hversu fasteignamarkaður er slæmur. En leigumarkaðurinn hefur ekkert batnað. Sá hópur sem leigir án þess að hafa í raun efni á því fer ört stækkandi.

Frá 2011 hefur leiguverð hækkað mikið. Þriggja herbergja íbúðir hafa hækkað um 50 prósent umfram verðlag, tveggja herbergja um 56 prósent, fjögurra herbergja um 86 prósent og stúdíóíbúðir um 115 prósent umfram verðlag. Miðað við leiguverð og fjölda íbúða má gera ráð fyrir að meðalíbúðin hafi hækkað um 94 þús. kr. á mánuði umfram verðlag frá 2011. Það er það gjald sem meðalfjölskyldan á leigumarkaði borgar aukalega um hver mánaðamót til leigusala sín vegna húsnæðiskreppunnar. Það gera rúmlega 1,1 m.kr. á ári.

Fjölskylda sem missti húsnæði sitt eftir Hrun hefur því misst af 15 m.kr. hækkun íbúðarinnar og greitt auk þess um 1,1 m.kr. á ári meira í húsaleigu ef húsnæðiskreppan hefði ekki sprengt um húsnæðisverðið.

Fjölskylda sem missti húsnæði sitt eftir Hrun hefur því misst af 15 m.kr. hækkun íbúðarinnar og greitt auk þess um 1,1 m.kr. á ári meira í húsaleigu ef húsnæðiskreppan hefði ekki sprengt um húsnæðisverðið. Þar sem leigjendum hefur fjölgað mikið hefur leiguíbúðum einnig fjölgað. Þær voru tæplega 20 þúsund fyrir Hrun en eru nú um 31 þúsund, þ.e. löglegt leiguhúsnæði en því til viðbótar er töluvert leigt út af ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði. Meðaltals hækkun á íbúð upp á 94 þús. kr. færi því leigusölum í dag um 35 milljarða króna árlega í hærri leigu en væri ef leigumarkaður hefði fylgt verðlagsþróun. Ef við gerum að fjölgun íbúða og hækkun leiguverðs hafi átt sér stað með jöfnum hraða frá Hruni getum við áætlað að á þessum tíma hafi leigjendur greitt leigusölum um 185 milljörðum króna meira í leigu en ef verið hefði ef markaðurinn hefði verið í sama jafnvægi og fyrir Hrun.

Samanlagt þá hafa í gegnum húsnæðismarkaðinn verið fluttar um 320 milljarðar króna frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem mikið eiga og vilja eignast meira; 135 milljarðar í gegnum nauðungarsölur á eignum hinna mörgu til hinna fáu og 185 milljarðar með hækkun húsaleigu hinna mörgu til hinna fáu. Þetta er kostnaður almennings af húsnæðiskreppunni, gjaldið sem hann greiðir þeim sem hafa grætt á neyð annarra.

Ef við tökum dæmi af meðalfjölskyldu sem missti íbúðina sína eftir Hrun þá missti hún 15 m.kr. vegna missis húsnæðisins (hér er aðeins tiltekið tap vegna hækkunar húsnæðisverðs frá nauðungarsölunum) og aðrar 15 m.kr. vegna hærri húsaleigu umfram verðlagsbreytingar síðan þá; hækkun sem rekja má til húsnæðiskreppunnar, sem færir fé frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem mikið eiga. Samanlagt hefur þessi fjölskylda þurft að bera 30 m.kr. vegna húsnæðiskreppunnar, fé sem runnið hefur til hinna ríku.

Hvernig fer fólkið að þessu? Frá 2011 hafa laun hækkað um 26 prósent að meðaltali umfram verðlag.

Hvernig fer fólkið að þessu? Frá 2011 hafa laun hækkað um 26 prósent að meðaltali umfram verðlag. Ef við tökum dæmi tveimur fyrirvinnum heimilis, önnur með miðgildi launa, þ.e. jafnmargir með hærri og lægri laun en þetta fólk, en hin við lægri fjórðunginn (75% með hærri laun, 25% með lægri); þá hefur skatturinn tekið sitt vegna hærri launa svo ráðstöfunartekjur eftir skatt og lífeyrissjóðsiðgjöld hafa hækkað rúm 22 prósent, nokkru minna en sem nam hækkun launa. Á sama tíma hefur húsleiga hækkað og húsnæðisbætur lækkað (vegna hækkunar launa) svo húsnæðiskostnaður hefur hækkað um rúmlega 71 prósent. Þetta veldur því að ráðstöfunartekjur þessa fólks eftir skatta, lífeyrissjóð og húsnæðiskostnað hafa aðeins hækkað um 5,2 prósent frá 2011 eða um tæpar 21 þúsund krónur á sjö árum. Og ekki á neinum venjulegum sjö árum heldur lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar.

Ef við tökum tökum dæmi af tveimur fullorðnum sem báðir eru með laun við neðri fjórðung (25% launafólks með lægri laun og 75% með hærri laun) þá er staðan enn ljótari. Af 172 þús. kr. launahækkun á verðlagi dagsins í dag frá 2011 hefur skatturinn tekið rúmar 77 þús. kr. í hærri skatta og lægri bætur og leigusalinn rúmar 82 þús. kr. í hærri húsaleigu svo eftir standa aðeins rúmar 12 þús. kr. til fjölskyldunnar í auknar ráðstöfunartekjur.
Þetta fólk, eins og lang flestir leigjendur, hefur setið hjá í mesta hagsældarskeiði Íslandssögunnar. Og þar sem þetta eru meðaltalsútreikningar verðum við að hafa í huga að staðan er verri hjá um helmingi hópsins, um 30 þúsund af um 60 þúsund leigjendum. Flestir úr þessum hópi tilheyra barnafjölskyldum.

Fyrir utan allan annan viðbjóð í þessum breytingum, grimman þjófnað og miskunnarlaust okur á þeim sem ekki geta varið sig; þá er umhugsunarefni hvers konar samfélag það er sem þrýstir barnafjölskyldum niður í fátækt og basl. Er það ekki sameiginlegt verkefni okkar að börn alist upp við öryggi og við góð lífsskilyrði?

Og hafi von. Frá Hruni hefur ungu fólki sem býr í foreldrahúsum fjölgað úr tæplega 15 þúsund í tæplega 22 þúsund, um nærri sjö þúsund manns. Þetta er sá hópur sem væri fluttur að heiman ef staðan væri svipuð og var fyrir Hrun en getur ekki eða treystir sér ekki til þess í dag.

Og hafi von. Frá Hruni hefur ungu fólki sem býr í foreldrahúsum fjölgað úr tæplega 15 þúsund í tæplega 22 þúsund, um nærri sjö þúsund manns. Þetta er sá hópur sem væri fluttur að heiman ef staðan væri svipuð og var fyrir Hrun en getur ekki eða treystir sér ekki til þess í dag.

Og svo er það hópur fólks sem upplýsingar Hagstofu og Þjóðskrár ná ekki yfir; mikill fjöldi farandverkamanna og innflutt vinnuafls sem býr við lakar aðstæður í ósamþykktu húsnæði og í iðnaðarhúsnæði, margt saman í litlu rými og borgar fyrir það okurleigu. Á sama tíma og leigusalar veigra sér ekki við að okra á hinum almenna leigumarkaði, þeim hluta hans sem þó er á yfirborðinu; gerast enn ljótari hlutir undir yfirborðinu á gráa markaðinum og þeim kolsvarta.

Og stjórnvöld, hvað gera þau til að verja yfir 60 þúsund manneskjur sem eru ofurseldar ótömdum, spilltum og grimmum leigumarkaði? Ekkert. Akkúrat ekki neitt. Allar aðgerðir stjórnvalda frá Hruni hafi miðast að því að byggja upp kerfi þar sem hinir fáu ríku geta grætt eins mikið og kostur er á hinum mörgum og eignalitlu.

Stjórnvöld styðja kapítalismann, sem flytur fé frá þeim lítið eiga til þeirra fáu sem mikið eiga og vilja eignast meira. Og stjórnvöld styðja kapítalistana sem hafa sogið til sín allar kjarabætur leigjenda á umliðnum árum. Stjórnvöld standa með hinum fáu, ríku og valdamiklu. Þau standa ekki með hinum mörgu, eignalitlu og valdalitlu. Stjórnvöldum er ekki bara sama um það fólk. Þau vilja því allt hið versta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: