- Advertisement -

Hingað til hefur VG gargað

Björt Ólafsdóttir:
„Þá væri nú ráð að breyta kerfinu. En nei það kemur aldrei frá D VG eða B.“

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar og fyrrverandi umhverfisráðherra, leggur til umræðunnar um lækkandi veiðigjöld.

Björt skrifar: Það getur verið erfitt og mikil þolraun að reka hvaða fyrirtæki sem er á Íslandi. Stöðugleiki er til að mynda lítill vegna krónunnar og allt það. Staðreyndin er hinsvegar sú að gömlu flokkarnir á þingi hafa bara áhuga á þrennu í atvinnulífinu: það eru ívilnanir og lækkað rafmagnsverð til stóriðju, lækkun veiðileyfagjalda og svo landbúnaðarstyrkir sem eru úreltir og ósjálfbærir.

Á síðastliðnum árum hefur það verið regla frekar en hitt að boðuð veiðileyfagjöld (sem eru reiknuð fyrirfram út frá afkomu fyrirtækjanna sjálfra) eru lækkuð. VG hefur hingað til gargað yfir því en nú er annað uppi á teningnum. Þau rök að það sé svo erfitt að fá álögur sem eru reiknuð aftur í tímann eru ekki ný. Þá væri nú ráð að breyta kerfinu. En nei það kemur aldrei frá D VG eða B.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo er það hitt að það ætti að vera eins í þessum fyrirtækjarekstri sem og öðrum að þegar vel gengur (eins og verið hefur) þá leggur maður til hliðar til mögru áranna. Það er ekki bara hægt að taka uppsveifluna til sín en segja pass þegar þarf svo loks að borga af henni. Þetta á við í sjávarútvegi eins og í öðrum atvinnurekstri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: