- Advertisement -

Hrafn vorkennir Svandísi og Illugi vill gráta

Bræðurnir Hrafn og Illugi Jökulssynir eru ekki hrifnir pólitík Svandísar Svavarsdóttur.

Hrafn skrifar:

„Til Svandísar. Svandís Svavarsdóttir, er það „áskorun“ fyrir heilbrigðisráðherra að standa vörð um Landspítalann og bráðamóttökuna?!! (Ég hef aldrei fyrr á mínum ritferli notað tvö upphrópunarmerki.) Ég hef legið á þessari ömurlegu bráðamóttöku, á ganginum, hlýtt yfir af ágætu hjúkrunarfólki um sjúkrasögu innan um bláókunnugt fólk. Ég fékk líka að heyra sögurnar þeirra. Svo lá ég þarna áfram, í skjannabirtunni, sólarhringum saman, ásamt fleiri skjólstæðingum þínum, Svandís. Ekki vorkenni ég mér, en ég vorkenni þér að standa vörð um þetta ömurlega ástand.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Illugi skrifar:

„Nú langar mig mest að fara að grenja. Svandís Svavarsdóttir heilsbrigðisráðherra VG segir að það sé „áskorun fyrir SIG“ að „standa með Landspítalanum“ vegna þess að læknar og annað starfsfólk er duglegt að vekja athygli á hörmulegum aðstæðum þar og aðbúnaði. Sú var tíðin að ég kaus VG af því mér fannst Svandís Svavarsdóttir bera af öðrum stjórnmálamönnum. Núna er hún horfin inn í völdunarhús hrokans þar sem staða hennar sjálfrar sem ráðherra skiptir jafn miklu eða meira máli en neyðin í heilbrigðiskerfinu. Æ síðan hún tók við starfinu (sem hún þiggur fyrir mjög góð laun frá mér og öðrum skjólstæðingum LHÍ) þá hefur hver VG-maður japlað eftir öðrum að það sé til vinnandi að vera í þessari ríkisstjórn af því „Svandís sé að standa sig svo vel“. Jahérna hér. Í hverju er sá góði árangur fólginn? Nei, ég held ég setjist bara niður við strætóstöð neyðarmóttökunnar og grenji.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: