- Advertisement -

Hreykja sér af þjóðarskömm

Vandinn varð ekki til yfir nótt heldur er hann afleiðing áralangri vanrækslu. Þar er ekkert stjórnvald undanskilið gagnrýni.

Ragnar Þór Ingólfsson: „Samkvæmt okkar útreikningum og leigufélagsmódeli VR hækkar byggingaréttargjaldið leigu á 100fm.íbúð um 200 þúsund á ári. Samkvæmt útreikningum Bjarg þá hækkar leiga meðalíbúða um c.a. 20.000 kr. á mánuði. Útborguð lágmarkslaun eru 248.000kr. á mánuði.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifar vegna deilna um hversu margar íbúðir eru í byggingu í borginni og áhrifa af byggingaréttargjaldinu.

„Ég gagnrýndi fulltrúa meirihlutans í borginni í sameiginlegri yfirlýsingu minnihlutans vegna ummæla fulltrúans í þættinum vikulokin á Rás 2 síðastliðinn laugardag,“ skrifar hann og heldur áfram:

„Það voru fyrst og fremst staðhæfingar um að byggingarréttargjald í borginni upp á 45.000 kr. á fermetra hefðu ekki áhrif á leigu eða húsnæðisverð og hinsvegar að 1.000 íbúðir væru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er stór munur á því hvað er í byggingu, skipulagi og úthlutun. Með þessari gagnrýni vil ég alls ekki gera lítið úr því sem verið er að gera en vildi undirstrika hversu hrikalegt ástandið er á húsnæðismarkaði og hversu mikla ábyrgð stærsta sveitarfélag landsins ber á vandanum.

Það gerir ekkert minna úr ábyrgð annara sveitarfélaga eða stjórnvalda á vandanum. Ég stend við að mér finnst dapurlegur málflutningur að hreykja sér yfir árangri sem er lítið annað en þjóðarskömm. Þetta er ekki vandi sem varð til yfir nótt heldur afleiðing áralangrar vanrækslu. Þar er ekkert stjórnvald undanskilið gagnrýni.

Að tala um og hreykja sér af 1.000 íbúðum í einhverju ferli á meðan uppsöfnuð þörf í ársbyrjun 2017 var 6.000 íbúðir og árleg þörf til viðbótar frá þeim tíma um 2.200 íbúðir á ári fram til ársins 2040 samkvæmt greiningu Íbúðalánasjóðs?

Einnig sýna útreikningar leigufélags VR sem hafa farið í yfirlestur hjá Deloitte að byggingakostnaður hefur svo sannarlega áhrif á leiguverð óhagnaðardrifinna leigufélaga. Samkvæmt okkar útreikningum og leigufélagsmódeli VR hækkar byggingaréttargjaldið leigu á 100fm.íbúð um 200 þúsund á ári. Samkvæmt útreikningum Bjarg þá hækkar leiga meðalíbúða um c.a. 20.000 kr. á mánuði.

Útborguð lágmarkslaun eru 248.000kr. á mánuði.

Verð á tveggja herbergja íbúðum eru auglýstar til leigu á 250.000 kr. á mánuði og einstaklingar greiða yfir 100.000 kr. á mánuði fyrir herbergi í ósamþykktum iðnaðarhúsnæðum með aðgang að sameiginlegu klósetti og eldunaraðstöðu sem er álíka mikið og greitt er fyrir raðhús í Bergen í noregi.

Er til of mikils ætlast af kjörnum fulltrúum okkar og stjórnmálamönnum almennt að tala um hlutina eins og þeir eru í stað þess að fyrra sig allri ábyrgð með málflutningi sem stenst enga skoðun. Hvernig væri að ræða þessi mál af auðmýkt og virðingu í stað þess að vera í pólitískum skotgröfum og svara réttmætri gagnrýni með hroka og yfirlæti. Þá komumst við vonandi eitthvað áfram með að leysa málin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: