- Advertisement -

„Hún segir okkur ljúga“

„Við erum ekki að ljúga,“ segir Biggi lögga. Það sýður á mörgum lögreglumönnum vegna ummæla dómsmálaráðherra.

„Hvað getur maður sagt eftir þennan lestur? Erum við sem störfum við þetta kannski bara í ruglinu? Veit ráðherrann við skrifborðið í alvörunni meira um stöðuna en við? Ég veit að það sýður á mörgum lögreglumönnum núna. Síðustu daga höfum við stigið fram og sagt frá óásættanlegri stöðu lögreglunnar. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur kom m.a. fram og sagði að ástandið hefði aldrei verið jafn svart. Nú kemur ráðherrann fram og segir að það sé bara bull í okkur. „Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara“. Með öðrum orðum, hún segir okkur ljúga. Það finnst mér ekki sanngjarnt.“

Þannig skrifar Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður, Biggi lögga.

„Að sjálfsögðu hafa farið auknir fjármunir í löggæslu. Eftir endalausann niðurskurð þrátt fyrir fólksfjölgun og fjölgun mála þá varð það að gerast. Það er samt fleira sem kallar á aukna fjármuni. Launakostnaður hefur hækkað í takt við launaþróun, stór mál sem upp hafa komið hafa krafist aukavinnu og tilfærslu mannafla, vinnuslys hafa verið tíð sem kallar á aukið álag og aukavinnu, veikindi hafa verið tíð sökum álags og margt fleira. Þetta eru allt dæmi um aukin fjárútlát en þau segja EKKERT um bætta stöðu löggæslu! Nákvæmlega ekkert.“

Ég hef fulla trúa á að ráðherra vilji lögreglunni allt það besta og að öryggi borgarans sé honum mikilvægt. Þess vegna vil ég ekki þessi umræða verði eitthvað „nei þú“ rifrildi og munnhögg. Það leysir engan vanda og kemur okkur ekkert. Það eina sem við óskum eftir er að vandinn verði viðurkenndur og að tekið verði á honum. Við erum ekki að ljúga.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: