- Advertisement -

Hvað hefur Halldór Benjamín gert til að forðast verkfall?

Snobbið er yfirgengilegt! Hvað gerði Halldór Benjamín til að koma í veg fyrir verkfall?

Atli Þór Fanndal.

Mikið er það innilega týpískt að heyra ásakanir um að Efling og Sólveig Anna hafi greinilega alltaf stefnt að verkfalli. Hvers vegna heyrist aldrei að Halldór Benjamín og Samtök atvinnulífsins hafi augljóslega stefnt að verkfalli allan tímann? Jú, jú, Sólveig Anna er harkaleg og ekki nægilega fín en það þarf að vera verulega vankaður til að sjá ekki snobbið í því hvernig komið er fram við Eflingu og svo aðra.

Íslenska valdastéttin sækir vald sitt í tvöfalt siðferði. Það að við hin spilum aldrei eftir reglunum, séum ekki húsum hæf, skiljum ekki hvað er okkur fyrir bestu og endalausu villuljós. Ég er bara alveg 100% sammála formanni Eflingar að fína fólkið einfaldlega þolir ekki að verkafólk krefjist virðingar, launa og réttinda á eigin forsendum. Fólk sem telur sig ofsalega skynsamt, pragmatíst og fagleg getur bara ekki komist yfir það að Sólveig er með kjaft og sósíalisma. Fólk smjattar á frösum og þykist ofsalega faglegt og inn í málum en kemst bara ekki yfir það að Sólveig fer í taugarnar á þeim. Spyrja sig auðvitað aldrei hvað veldur þessum bias.

Verkalýðsbarátta hefur umbreyst frá því að Sólveig Anna og hennar fólk tók við Eflingu. Sólveig og Ragnar hafa gert meira fyrir umræðu um velferð, fátækt og kaup og kjör á nokkrum árum en hinar blaðrandi stéttir hafa gert í heild sinni áratugum saman. Þetta segi ég sem meðlimur blaðurstétta. Samningar nýju Eflingar hingað til hafa verið gríðarlega góðir. Snobbið felst einmitt í því að Efling og Sólveig er gerandi í öllu sem fer í taugarnar á sussurum og gafumönnum en allur árangur er dreginn í efa og snúið útúr.

Aftur hvers vegna stefndu atvinnurekendur ekki í verkfall frá upphafi? SA hefur ekkert uppbyggilegt lagt til þessa samninga. Snobbið er yfirgengilegt! Hvað gerði Halldór Benjamín til að koma í veg fyrir verkfall?

Höfundur: Atli Þór Fanndal.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: