- Advertisement -

Hvað varð til þess að þið skiptuð um skoðun?

- opið bréf til Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanns Vg.

Bergþór H. Þórðarson.

Bergþór H. Þórðarson skrifar:

Sæl Steinunn Þóra. Getur þú útskýrt fyrir mér ástæður stefnubreytingar Vinstrihreyfingin – grænt framboð hvað varðar starfsgetumat?

Árið 2016 sast þú í nefnd um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins fyrir hönd VG. Þar skrifaðir þú, ásamt öllum fulltrúum þáverandi stjórnarandstöðu og fulltrúar Öryrkjabandalag Íslands, undir sérálit þar sem þáverandi hugmyndum um starfsgetumat var í raun hafnað. Formlega voru settar miklar efasemdir við það þar sem ykkur þótti útfærslan vera of óljós og of margir lausir endar virtust sitja eftir. Svo ég taki þann hluta álitsins svolítið saman. (Sérálitið er að finna á bls. 30-34 í tengdu skjali).

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bergþór skrifar Steinunni Þóru bréf og segir t.d.:„Ert þú og VG sátt við að afnema þessa skerðingu ekki fyrr en starfsgetumat er innleitt? Ef svo er, hver er hvatinn að þessari stefnubreytingu?“

Nú situr þú í ríkisstjórn en ekki stjórnarandstöðu. Stjórn sem vill ólm innleiða starfsgetumat í stað núverandi örorkumat. Seta þín og þíns framboðs í þessari ríkisstjórn gefur til kynna samþykkt á þessari innleiðingu. Hvað varð til þess að þið skiptuð um skoðun?

Þá er einnig vert að geta að hluti af séráliti ykkar var að afnema skyldi krónu á móti krónu skerðinguna strax með því að fella upphæð sérstakrar framfærsluuppbótar inn í sameinaðan lífeyrisgreiðsluflokk. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst vilja til að gera nákvæmlega það en eingöngu sem hluta af innleiðingu stórvægilegrar kerfisbreytingar á almannatryggingum. Það er ekki hægt að lesa öðruvísi en svo að afnám krónu á móti krónu skerðingar sé því skilyrði háð að öryrkjar samþykki starfsgetumat. Það jafnvel þó það þurfi enga stórvægilega kerfisbreytingu til að afnema þessa skerðingu. Það liggur meira segja frammi frumvarp um að gera nákvæmlega þetta.
Ert þú og VG sátt við að afnema þessa skerðingu ekki fyrr en starfsgetumat er innleitt? Ef svo er, hver er hvatinn að þessari stefnubreytingu?

Einn annar aðili sem skrifaði undir þetta sérálit með þér situr á þingi í dag; Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins en hann sat í þessari nefnd fyrir hönd Pírata. Hann hefur augljóslega ekki skipt um skoðun síðan þá. Af hverju ekki?

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: