- Advertisement -

Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?

Þannig sigrar hið illa, við gleymum okur stundarkorn.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ég stóð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis þegar ég sá Bill Clinton yfir öxlina á Baldvini Jónssyni, fyrrum auglýsingastjóra Moggans og þáverandi lambakjötssala í New York. Baldvin var að messa yfir mér hvað Bandaríkjamenn væru sólgnir í lambalæri og hvað mætti selja þeim mörg tonn ef ríkið væri til í að leigja einkaþotu undir lærin á leið vestur, málið væri að fljúga þeim vestur en ekki flytja þau frosin í skipi. Eða eitthvað svoleiðis. Ég var ekki að hlusta og var því feginn þegar ég sá Clinton.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei, sko, sagði ég við Baldvin, er þetta ekki Bill Clinton sem gengur þarna fram hjá Hressó? Baldvin leit við og sogaðist að Clinton eins og fjöldinn af fólki, hann gekk með strolluna á eftir sér og virtist halda uppi samtali við hvert og eitt. Ég hafði aldrei séð annað eins, skyldi ekkert hvernig maðurinn fór að þessu.

En ég mátti ekki vera að því að stara á eitthvert frægðarmenni, mundi eftir því sem Mörður Árnason sagði mér, að hann stóð á gangstétt í Búkarest þegar órói kom í mannskapinn og fólk flykktist að gangstéttarbrúninni til að sjá betur bílalest sem ók fram hjá. Þetta var Nicolae Ceausescu á leið í vinnuna og fólkið veifaði. Og án þess að ná að hugsa var Mörður farinn að veifa líka, hann hreifst með. Þannig sigrar hið illa, við gleymum okur stundarkorn.

Ég lét ekki freistast og hafði mig á brott. Clinton leiddi Baldvin og fylgdarlið sitt síðan út á Bæjarins bestu þar sem hann fékk sér pulsu með sinnepi. Annað man fólk ekki frá þessari heimsókn, ekki hvern Clinton hitti af ráðafólki og enn síður hvað þeim fór á milli. En í ljósi útgöngubanns og herlaga sem nú gilda í Reykjavík veltir maður fyrir sér hvað hafi breyst. Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: