Fleiri þúsund tonn, að sagt vera þorskur, voru flutt út í körum en allt skráð sem keila.
Sæmundur Halldórsson.
Sæmundur Halldórsson trillukarl skrifaði ljómandi fína grein á Facebook:
„Ég tel að stórútgerðin hafi með skipulegum hætti selt og keypt kvóta af hverjum öðrum kvóta til að geta sýnt frammá að þeir hafi keypt þann kvóta sem þeir hafa yfir að ráða.
Á árunum milli 1990 til 2000 tóku sjómenn þátt í kvótakaupum með útgerðinni, en ekki fáum við sjómenn ráðstöfunarrétt yfir þeim heimildum.
Hvernig væri að þið stóru létuð okkur smáu vera í friði.
Tonn á móti tonni við aðrar útgerðir seldum á markaði með hærra verði heldur beint til útgerðar.
Ákveðinn hundraðshluti rann þá beint til útgerðar sem átti að fara til kvótakaupa
Svindlið og svínaríið í kringum sjávarútveginn bæði með vigtun og svo tegundaheiti sem var hagrætt eftir þörfum.
Útflutningur í körum, jú menn þurftu að skrifa á skýrslu hvað væri í körunum, en sjaldnast kom rétti liturinn upp úr körunum á áfangastað.
Fleiri þúsund tonn, að sagt vera þorskur, voru flutt út í körum en allt skráð sem keila.
Ég held að stórútgerðin ætti að segja sem minnst .
Mín vegna mega þeir hagnast sem mest, en á réttum forsendum.
Sjómenn og útgerðarmenn hafa alltaf þurft á hvorum öðrum að halda.
Hvernig væri að þið stóru létuð okkur smáu vera í friði.
Margir af okkur trilluköllum sem stunda strandveiðar í dag áttum þátt í að skapa ykkar hagsæld.
Samviska ykkar gæti sagt ykkur að það sé óhætt að veiða í 48 daga á ári á strandveiðum.
Við veiðum fiskinn í sjónum en ekki úr lestunum hjá ykkur.
Með virðingu og vinsemd, Sæmundur Halldórsson trillukarl.“