- Advertisement -

„Hverskonar firring er þetta“

Ójöfnuður í samfélaginu er stórkostlegt vandamál og algjört grundvallaratriði að við öll tökum höndum saman og berjumst gegn honum.

Sólveig Anna: Ójöfnuður í samfélaginu er stórkostlegt vandamál og algjört grundvallaratriði að við öll tökum höndum saman og berjumst gegn honum

„Hvers konar firring er þetta og þvílík móðgun við þau sem bókstaflega eru að bugast vegna húsnæðiskostnaðar,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Dýrasta íbúðin á Hafnartorgi mun aldrei kosta minna en 400 milljónir. Aðrar eitthvað minna, en ekki mikið.

„Þetta er því miður ekki grín, heldur bláköld sönnun á því að Ísland er skelfilega stéttskipt land,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún skrifar áfram: „Í miðri húsnæðiskreppu, þar sem þau tekjulágu borga oft meira en helming ráðstöfunartekna í leigu fyrir litlar íbúðir, eru byggð einhver fáránlega vúlger híbýli fyrir fólk sem á svo mikið af peningum að það í alvöru veit ekki hvað það á að gera við þá. „Hvers konar firring er þetta og þvílík móðgun við þau sem bókstaflega eru að bugast vegna húsnæðiskostnaðar,“ skrifar Sólveig Anna.

Sólveig Anna leggur meira til umræðunnar: „Ójöfnuður í samfélaginu er stórkostlegt vandamál og algjört grundvallaratriði að við öll tökum höndum saman og berjumst gegn honum, því varla getum við sætt okkur við að lifa í þjóðfélagi svona trylltra andstæðna, þar sem alþýðufólki er annars vegnar meinað um aðgang að öruggu húsnæði og þarf að upplifa að það sé minna virði en réttur fjármagnseigenda til að græða og þar sem auðstétt hins vegar fær allt sem hún vill, hvenær og hvar sem er.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: