- Advertisement -

Í hvaða heimi lifir Bjarkey Olsen?

Sömu frasarnir aftur og aftur. Þannig að það er sossum ekki mikið að gera hjá forritaranum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Í hvaða heimi lifir þessi kona! Hef fylgst með henni í pontu á Alþingi og í viðtölum í fjölmiðlum og það er alltaf eins og hún mæti forrituð og að einhver hafi trekkt hana upp áður en hún tjáir sig. Hún notar alltaf sömu frasana eins og hér: „Að mínu mati getum við Vinstri græn sann­ar­lega verið stolt af því sem við höfum áork­að, enda mörg gam­al­gróin bar­áttu­mál okkar komin til fram­kvæmda.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún tönglast á þessu endalaust og botnlaust .

Þetta kannast engin við nema kannski sá sem forritaði hana fyrir greinaskrifin. Hún tönglast á þessu endalaust og botnlaust og því hvað þetta sé æðisleg ríkisstjórn og svo æðisleg að það skipti í raun ekki máli þó Andrés Ingi hafi yfirgefið þingflokkinn. „Við stöndum föstum fótum hér,“ sagði hún og endurtók sig til að undirstrika hvað ríkisstjórnin væri samhend og góð! „Við höfum náð verulegum árangri í þessari ríkisstjórn…. Við vinstri græn getum verið stolt… Við höfum náð okkar baráttu til framkvæma….. Við stöndum föstum fótum hér…. Við vinstri græn getum verið stolt… Við höfum náð baráttumálum okkar til framkvæmda…. Við stöndum föstum fótum hér.“

Sömu frasarnir aftur og aftur. Þannig að það er sossum ekki mikið að gera hjá forritaranum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: