- Advertisement -

Inga Sæland þorir þegar aðrir þegja

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það eru þó til undantekning á þessari hræðslu við að segja hug sinn í þessum efnum og það er Inga Sæland.

Inga Sæland skrifaði grein sem birtist á þjóðhátíðardag Íslendinga í fyrra þar sem hún benti hið augljósa, að sú stefna Hafró að veiða minna til að fá miklu meira seinna, væri alls ekki að ganga upp nú frekar en áður.

Þessari grein svaraði Kristján Þórarinsson „sérfræðingur“ SFS, sem hefur doktorspróf í skordýrafræði, með þóttafullum hætti, þar sem hann gerði beinlínis lítið úr málflutningi formanns Flokks fólksins.

Í ljósi gríðarlegs niðurskurðar nú á aflaheimildum í þorski, þá er ómögulegt komast að annarri niðurstöðu en að Inga Sæland hafi haft rétt fyrir sér og hreinlegast væri fyrir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur að biðja Ingu afsökunar fyrir hönd SFS.

Það eru ekki nema einstaka stjórnmálamenn sem þora að benda á að Hafró er ekki fötum og spyrja gagnrýnna spurninga um nýtingarstefnu sem skilar mun minni þorskafla á land en fyrir daga hennar.

Það er þó engan veginn svo að þingmenn hafi ekki efasemdir en í viðræðum við þingmenn í atvinnuveganefnd, komu fram mikil vantrú, bæði á galnar líffræðilegar forsendur veiðiráðgjafarinnar og sömuleiðis á kolrangar forsendur útreikninga, þegar Kristján Þór Júlíusson stöðvaði veiðar á grásleppu í fyrravor með afar gerræðislegum hætti.

Einhverra hluta vegna þá eru stjórnmálamennirnir feimnir við að opinbera efasemdirnar. Mögulega vegna hræðslu við að vera sakaðir um að vera á móti „vísindum“. Í sjálfu sér eru það ekki merkileg vísindi ef ekki má efast um þau heldur eigi að trúa, þar sem vísindi eiga að ganga út á gagnrýna hugsun.

Það eru þó til undantekning á þessari hræðslu við að segja hug sinn í þessum efnum og það er Inga Sæland.

Af þessari ástæðu var m.a. auðvelt fyrir mig taka þá ákvörðun að ganga í Flokk fólksins og styðja þann stjórnmálamann sem þorir að segja hug sinn og taka afstöðu út frá eigin sannfæringu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: