- Advertisement -

Jónu var brugðið þegar hún sótti soninn: „Við erum ekki sátt“

Jóna Svava Sigurðardóttir var í sjokki eftir að hafa sótt 17 ára gamlan son sinn í frístundaúrræði. Sonurinn hefur verið greindur með dæmigerða einhverfu og þroskaröskun og var honum nýlega boðið upp á úrræði milli klukkan 13 og 16.30 alla daga.

Þegar Jóna Svava mætti á staðinn blöskraði henni húsnæðið sem syni sínum væri boðið upp á enda hafði það tekið miklum breytingum frá því sem áður var. Í byrjun síðasta mánaðar tæmdu starfsmenn Reykjadals húsnæðið og skildu það eftir í nýverandi mynd. Fréttablaðið greindi frá.

Jóna birtir myndir í færslu á Facebook og lýsir hún upplifun sinni þannig:

„Ég fór að sækja minn mann á föstudaginn og fékk að það sé ekki hægt að gera breytingar á hans málum eins og staðan er í dag. Við erum ekki sátt. Það sem maður gagnrýnir helst er að hann sé þarna einn, þótt svo að það séu fleiri annmarkar eins og að þau hafi ekki hringt þegar hann hefur týnst þessi tvö skipti. Þessi aðstaða er fyrir neðan allar hellur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: