- Advertisement -

Katrín kaus versta kostinn

„Með þessari yfirlýsingu fór Katrín endanlega með Vinstri græn til andskotans.“ Þannig skrifar Björn Birgisson í Grindavík.

„Það hlakkar í íhaldinu á meðan reiðin kraumar innan flokks Katrínar og örugglega hjá miklum meirihluta landsmanna. Fíflagangur Bjarna færði henni óvænt vopn í hendur,“ skrifar hann. Að krefjast afsagnar Bjarna, rjúfa þing ef hann neitaði og boða til nýrra kosninga í vor. Hún kaus versta kostinn. Meðvirknina – hún valdi gegn þjóðarviljanum.“

Björn heldur áfram: „Þrátt fyrir að Bjarni og hans flokkur séu að rústa helsta máli Vinstri grænna á Alþingi – þjóðgarðsmálinu – með alþjóð sem vitni að aðförunum.

Í raun er afstaða Katrínar stórsigur fyrir þann málstað Brynjars Níelssonar og Sigríðar Andersen að sóttvarnirnar skipti engu máli og fólk geti bara gert það sem hverjum og einum sýnist – en það var einmitt það sem Bjarni gerði.

Óskiljanleg afstaða – en Katrín kaus að fórna flokknum sínum fyrir frjálshyggjulið íhaldsins.

RIP Vinstri græn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: